2. fundur
framtíðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 11:30


Mætt:

Logi Einarsson (LE) formaður, kl. 11:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 12:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 11:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 11:30
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 12:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:30
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30

Jakob Frímann Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson boðuðu forföll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.


Bókað:

1) Samtal um stöðu framtíðarfræða innan háskólasamfélagsins á Íslandi Kl. 11:30
Eftirfarandi fulltrúar háskólasamfélagsins mættu á fund framtíðarnefndar til að ræða stöðu framtíðarfræða innan háskólasamfélagsins á Íslandi:

Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti og staðgengill rektors Háskólans í Reykjavík.
Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar við Listaháskóla Íslands.
Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar hjá Háskólanum á Hólum.
Magnús Þór Torfason, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Njörður Sigurjónsson, prófessor/fagstjóri menningarstjórnunar hjá Háskólanum á Bifröst.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri var á fjarfundi.

2) Samstarf framtíðarnefndar og þjóðaröryggisráðs Kl. 12:55
Lögð var fram tillaga þjóðaröryggisráðs að samstarfi við framtíðarnefnd og var hún samþykkt samhljóða.

3) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00